380 milljónir greiddar í úrvinnslugjald á raftækjum

Alþjóðlegu átaki um endurvinnslu raftækja er ætlað að hvetja fólk …
Alþjóðlegu átaki um endurvinnslu raftækja er ætlað að hvetja fólk til að skila af sér raftækjum sem það hefur í geymslu. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Alls voru greiddar tæpar 380 milljónir króna í úrvinnslugjald vegna raftækja hér á landi í fyrra. Stærstur hluti þeirrar upphæðar er vegna kælitækja og skjáa.

„Greitt úrvinnslugjald er í beinu sambandi við hagsveiflur landsins og hefur vaxið mikið undanfarin ár,“ segir Íris Gunnarsdóttir, rekstrarstjóri vöruflokka hjá Úrvinnslusjóði, í fréttaskýringu um þessi málí Morgunblaðinu í dag.

Alls skilar hver íbúi á Íslandi að meðaltali 11,7 kílóum af raftækjum til endurvinnslustöðva vítt og breitt um landið ár hvert. Markmið um 45% skil á raftækjaúrgangi hafa náðst en ný markmið fyrir árið 2019 eru að 65% úrgangs skili sér. Einungis 20% af raftækjaúrgangi í heiminum eru endurunnin. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert