Heiðruðu minningu félaga með lágflugi

Þrjár farþegaþotur Icelandair flugu lágflug yfir borginni í dag til …
Þrjár farþegaþotur Icelandair flugu lágflug yfir borginni í dag til þess að heiðra minningu Sigurvins Bjarnasonar flugstjóra. mbl.is/Eggert

Þrjár farþegaþotur Icelandair flugu í dag lágflug yfir höfuðborgarsvæðið til þess að heiðra minningu Sigurvins Bjarnasonar, flugstjóra hjá Icelandair, sem lést í flugslysinu á Haukadalsmelum 27. júlí. Útför hans fór fram frá Hallgrímskirkju í dag.

Um var að ræða Boeing 757-þotur sem voru að koma inn til lendingar í Keflavík síðdegis frá Kaupmannahöfn, Dyflinni og Ósló.

Vakin var athygli á lágflugi vélanna á Facebook-síðunni Flugblogg.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert