Loftgæði við Grensásveg mælast slæm

Svifryk fer gjarnan yfir heilsuverndarmörk á höfuðborgarsvæðinu þegar lygnt er …
Svifryk fer gjarnan yfir heilsuverndarmörk á höfuðborgarsvæðinu þegar lygnt er og bjart. mbl.is/Hari

Loftgæði mælast nú slæm á mælum Umhverfisstofnunar við Grensásveg og miðlungsgóð við Dalsmára í Kópavogi og Fossaleyni í Grafarvogi. Þetta má sjá á vefsíðunni loftgaedi.is sem Umhverfisstofnun heldur úti.

Í gær var greint frá því að von væri á gráum dögum á næstunni og að loftmengun gæti farið yfir heilsuverndarmörk á höfuðborgarsvæðinu, en gert er ráð fyrir áframhaldandi þurru og hæglátu veðri. Í slíkum aðstæðum geta líkur á loftmengun vegna köfnunarefnisdíoxíðs (NO2) auk­ist.

Köfn­un­ar­efn­is­díoxíðmeng­un kem­ur frá út­blæstri bif­reiða og er mest á morgn­ana og síðdegis þegar um­ferð er mest. Síðastliðinn sunnu­dag og mánu­dag mæld­ist styrk­ur köfn­un­ar­efn­is­díoxíðs hár við stór­ar um­ferðaræðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert