Umsækjendur um vernd fá desemberuppbót

Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi í morgun að veita samtals …
Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi í morgun að veita samtals rúmar fimm milljónir í greiðslur í desember til umsækjenda um alþjóðlega vernd. mbl.is/​Hari

Rík­is­stjórn­in mun verja fimm millj­ón­um króna af ráðstöf­un­ar­fé sínu í des­em­berupp­bót til um­sækj­enda um alþjóðlega vernd hér á landi. Þetta var samþykkt á rík­is­stjórn­ar­fundi í morg­un.

Undanfarin ár hafa umsækjendur um alþjóðlega vernd hér á landi fengið greiðslu í desember til viðbótar við fastar framfærslugreiðslur. 

Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins.

Þar segir enn fremur að í lok október nutu tæplega 600 umsækjendur um alþjóðlega vernd þjónustu hjá Útlendingastofnun og sveitarfélögunum Reykjavík, Hafnarfirði og Reykjanesbæ.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert