Myndavélakerfi fyrir öll lögregluumdæmin

Margs er að varast á vegunum.
Margs er að varast á vegunum. mbl.is/Hari

„Heimspekingar eru þeir sem helst geta svarað því hve ítarlegum upplýsingum um borgarana sé eðlilegt að afla og safna. Mikilvægt er að gæta meðalhófs hvað það varðar. Gildi öryggismyndavéla fyrir löggæsluna er ljóst og forvarnagildið er mikið,“ segir Oddur Árnason yfirlögregluþjónnn á Suðurlandi.

Á vettvangi ríkislögreglustjóra eru nú í undirbúningi regluverk og viðmið um rekstur öryggismyndavéla, sem eru víða. Á Suðurlandi hafa slík tæki verið sett upp við Hveragerði, í Árborg, á Hellu og á Hvolsvelli svo nokkrir staðir séu nefndir. Þá stendur til að setja upp myndavélar við Þorlákshöfn og Höfn í Hornafirði.

„Við höfum átt samtöl við fulltrúa sveitarfélaga um þessi mál – en við viljum að frumkvæðið í myndavélavæðingu komi frá þeim,“ segir Oddur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert