Bætir í úrkomu í nótt

Víða gæti orðið rigning eða súld á norðanverðu landinu í …
Víða gæti orðið rigning eða súld á norðanverðu landinu í dag. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Það bætir í úrkomuna í nótt, og á morgun verða norðan 8-15 m/s með talsverðri rigningu á Norður- og Austurlandi. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands.

„Í öðrum landshlutum er hins vegar útlit fyrir úrkomulítið veður, og á Suðurlandi verður dagurinn líklega nokkuð sólríkur,“ segir í hugleiðingunum.

Í dag er hins vegar spáð norðlægri átt, yfirleitt kalda eða strekkingi. Víða gæti orðið rigning eða súld á norðanverðu landinu og áfram svalt í veðri, en sunnantil verður bjart með köflum og 10 til 15 stiga hiti yfir daginn. Þar gæti þó orðið vart við skúrir á stöku stað, einkum síðdegis.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert