Rooney er frjálst að fara

Marco Silva knattspyrnustjóri Everton.
Marco Silva knattspyrnustjóri Everton. AFP

Marco Silva, sem tók formlega til starfa sem knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Everton í dag, segir að það sé alveg undir Wayne Rooney sjálfum komið hvort hann yfirgefi félagið í sumar.

Rooney hefur verið í Bandaríkjunum síðustu daga til að undirbúa félagaskipti sín til DC United en hann sneri aftur til uppeldisfélags síns frá Manchester United í fyrrasumar.

„Hann hefur þegar hafið samningaviðræður. Rooney er goðsögn hjá Everton og við þurfum að skilja allt. Dyrnar eru opnar fyrir hann hvenær sem er,“ sagði Silva en Rooney varð markahæstur leikmanna Everton á síðustu leiktíð með 11 mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert