Fjögur mörk Arshavin á Anfield (myndskeið)

Rússneski knattspyrnumaðurinn Andrey Arshavin mun líklegast aldrei gleyma 12. apríl 2009. Hann gerði sér þá lítið fyrir og skoraði öll fjögur mörk Arsenal í 4:4-jafntefli við Liverpool á Anfield í ótrúlegum leik í ensku úrvalsdeildinni. 

Arshavin kom Arsenal yfir með eina marki fyrri hálfleiks en Fernando Torres og Yossi Benayoun sneru leiknum við fyrir Liverpool snemma í seinni hálfleik. Arshavin svaraði hins vegar með tveimur mörkum sem komu Arsenal í 3:2. 

Torres jafnaði fyrir Liverpool, áður en Arshavin virtist vera að tryggja Arsenal ótrúlegan sigur með marki á lokamínútunni með sínu fjórða marki. Liverpool gafst hins vegar ekki upp og Benayoun skoraði annað mark sitt og jöfnunarmark Liverpool í uppbótartíma. 

Liverpool og Arsenal mætast á Anfield á laugardaginn kemur í ensku úrvalsdeildinni og hitar mbl.is upp fyrir leikinn með minnisstæðum atvikum úr viðureignum liðanna. Fjögur mörk Arshavins má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. 

Andrei Arshavin með keppnistreyju Arsenal.
Andrei Arshavin með keppnistreyju Arsenal. www.arsenal.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert