Bannað að öskra og syngja

Jürgen Klopp og lærisveinar hans í Liverpool verða án stuðningsmanna …
Jürgen Klopp og lærisveinar hans í Liverpool verða án stuðningsmanna sinna á meðan smithætta er ennþá mikil á norðvestur Englandi. AFP

Stuðningsmenn liða í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu fá að snúa aftur á völlinn frá og með 2. desember en þetta tilkynnti Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, í gær.

Engir áhorfendur hafa verið á leikjum í ensku úrvalsdeildinni frá því í sumar vegna kórónuveirufaraldursins en útgöngubann hefur ríkt á Bretlandi undanfarnar vikur.

Alls mega 4.000 manns mæta á leiki hjá liðum þar sem smithættan er sem minnst. Þá mega 2.000 manns mæta á leiki þar sem smithættan er lítil en þar sem smithættan er ennþá umtalsverð mega áhorfendur ekki mæta á leiki.

Þetta á einna helst við þau félög sem eru staðsett á norðvestur Englandi eins og Liverpool, Everton, Manchester City og Mancehster United.

Þá mega stuðningsmenn, sem mæta á leiki, hvorki öskra né syngja á vellinum að því er fram kemur í frétt Sportsmail um málið.

Ekkert áfengi verður á völlunum og enskir stuðningsmenn þurfa því að venja sig á allt öðruvísi stemningu en hefur verið við lýði í enska boltanum á undanförnum árum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert