Liverpool-maðurinn ekki alvarlega meiddur

Andy Robertson í baráttu við Xavi Simons í vináttulandsleik Skotlands …
Andy Robertson í baráttu við Xavi Simons í vináttulandsleik Skotlands og Hollands í síðustu viku. AFP/Koen van Weel

Betur fór en á horfðist hjá knattspyrnumanninum Andy Robertson, vinstri bakverði Liverpool, sem meiddist í vináttulandsleik með Skotlandi gegn Norður-Írlandi í vikunni.

Robertson haltraði af velli í fyrri hálfleik vegna ökklameiðsla og var óttast að hann yrði frá um skeið.

Svo verður þó ekki þar sem myndataka leiddi í ljós að ekki er um alvarleg meiðsli að ræða. Má því vænta þess að Robertson verði frá í nokkra daga í stað nokkurra vikna.

Af þeim sökum er óvíst hvort hann geti tekið þátt í leik Liverpool gegn Brighton & Hove Albion í ensku úrvalsdeildinni á páskadag en ætti að vera klár í slaginn á fimmtudagskvöld þegar Sheffield United kemur í heimsókn í deildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert