Nýtt met á Spáni

Lionel Messi var í miklu stuði gegn Mallorca í gær.
Lionel Messi var í miklu stuði gegn Mallorca í gær. AFP

Lioenl Messi, fyrirliði Barcelona og besti knattspyrnumaður heims, gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu í gær þegar Barcelona fékk Mallorca í heimsókn í spænsku 1. deildinni. Leiknum lauk með 5:2-sigri Barcelona en Barcelona er með 34 stig á toppi deildarinnar, líkt og Real Madrid.

Messi hefur nú skorað 35 þrennur á ferli sínum með Barcelona og hefur enginn skorað fleiri þrennur í spænsku 1. deildinni. Messi og portúgalska goðsögnin Cristiano Ronaldo deildu metinu saman með 34 þrennur hvor en Ronaldo leikur í dag með Juventus.

Ronaldo lék með Real Madrid í níu ár þar sem hann fór á kostum en Messi hefur allan sinn feril leikið með Barcelona, eða fimmtán ár samtals. Telmo Zarra, fyrrverandi leikmaður Athletic Bilbao, átti metið í mörg ár eða 23 þrennur á árunum 1940 til ársins 1955.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert