Þrír Íslendingar leika á fyrsta mótinu

Bjarki Pétursson er á meðal keppenda á Lumine Hills Open.
Bjarki Pétursson er á meðal keppenda á Lumine Hills Open. mbl.is/Kristinn Magnússon

Tímabilið á Nordic Golf-mótaröðinni hefst á sunnudag er Lumine Hills Open-mótið fer fram á Spáni. Þrír íslenskir kylfingar eru á meðal keppenda, en töluvert fleiri munu leika á mótaröðinni í ár. 

Bjarki Pétursson, Ragnar Már Garðarsson og Rúnar Arnórsson verða á meðal kylfinga á Spáni. Bjarni og Rúnar eru með fullan keppnisrétt á mótaröðinni en Ragnar Már komst inn á mótið, þrátt fyrir að vera ekki með fullan keppnisrétt. 

Eins og áður hefur komið fram hefst mótið á sunnudag og því lýkur þriðjudaginn 25. febrúar. Axel Bóasson, Andri Þór Björnsson, Aron Bergsson, Aron Snær Júlíusson eru einnig með keppnisrétt á mótinu.

Þá munu þeir Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús væntanlega einnig leika á mótum í mótaröðinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert