Valinn sá besti fimmta árið í röð

Andy Schmid.
Andy Schmid. Ljósmynd/Rhein-Neckar Löwen

Andy Schmid, leikstjórnandi Rhein-Neckar Löwen, var valinn besti leikmaðurinn í þýsku 1. deildinni í handknattleik en það voru þjálfarar og framkvæmdastjórar liðanna sem tóku þátt í valinu. Þetta er fimmta árið í röð sem svissneski landsliðsmaðurinn er valinn besti leikmaður deildarinnar. Schmid skoraði 183 mörk í 31 leik með Löwen og gaf 138 stoðsendingar.

Daninn Nikolaj Jacobsen var útnefndur þjálfari ársins í fyrsta sinn en undir hans stjórn hafnaði Löwen í öðru sæti deildarinnar.

Löwen fékk fleiri viðurkenningar því sænski landsliðsmarkvörðurinn Michael Appelgren var valinn besti markvörður deildarinnar en hann hefur leikið með liðinu Löwen frá árinu 2015. gummih@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert