FIFA ákærir Mexíkó

Mexíkóska knattspyrnusambandið hefur fengið ákæru frá FIFA fyrir fordómafulla söngva …
Mexíkóska knattspyrnusambandið hefur fengið ákæru frá FIFA fyrir fordómafulla söngva mexíkóskra áhorfenda. AFP

FIFA hefur ákært mexíkóska knattspyrnusambandið fyrir fordómafulla söngva sem heyrðust á leik Mexíkó og Þýskalands í gær.

Mexíkóska knattspyrnusambandið hefur grátbeðið áhorfendur um að stöðva söngvana. Í undankeppninni fyrir HM í Rússlandi fengur Mexíkóar tvær viðvaranir og tíu sektir fyrir söngvana. Á heimsmeistarakeppninni árið 2014 í Brasilíu mátti líka heyra söngvana en FIFA tók ekki til aðgerða þá. Nú hefur FIFA gert átak og sektað Mexíkó, Argentínu og Síle.

FIFA hefur nú þrjá sérfræðinga í vinnu sem fylgjast með leikjunum á HM og skila af sér skýrslu þar sem kemur fram hvort áhorfendur hafa sýnt af sér fordómafulla hegðun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert