Hver er besti ungi leikmaður deildarinnar?

Kobbie Mainoo er tilnefndur sem besti ungi leikmaður ársins í …
Kobbie Mainoo er tilnefndur sem besti ungi leikmaður ársins í ensku úrvalsdeildinni AFP/Paul ELLIS

Átta leikmenn eru tilnefndir sem besti ungi leikmaður tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Fjórir leikmenn á listanum eru einnig tilnefndir sem leikmenn ársins.

Manchester City á tvo leikmenn á listanum sem einnig eru tilnefndir sem leikmenn ársins, þá Phil Foden og Erling Haaland. Cole Palmer hjá Chelsea og Alexander Isak eru einnig tilnefndir í báðum flokkum.

Arsenal á tvo menn á lista, Tottenham einn og Manchester United einn.

Listinn í heild sinni

Phil Foden (Manchester City)
Erling Haaland (Manchester City)
Alexander Isak (Newcastle United)
Kobbie Mainoo (Manchester United)
Cole Palmer (Chelsea)
Bukayo Saka (Arsenal)
William Saliba (Arsenal)
Destiny Udogie (Tottenham)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert