Stóraukin umsvif Marels í Ástralíu

Stjórnandinn Jonathan Rankin er framkvæmdastjóri Marels í Ástralíu og á …
Stjórnandinn Jonathan Rankin er framkvæmdastjóri Marels í Ástralíu og á Nýja-Sjálandi. Hann segir mikil sóknarfæri fyrir Marel í Eyjaálfu. mbl.is/Baldur

Umsvif Marels í Eyjaálfu hafa farið stigvaxandi og er félagið nú leiðandi í sölu á búnaði á sumum sviðum matvælageirans syðra.

Jonathan Rankin, framkvæmdastjóri Marels í Eyjaálfu, sýndi blaðamanni höfuðstöðvar félagsins í Brisbane. Þá var farið að hausta syðra um páskana.

Brisbane er höfuðborg Queensland á austurströnd Ástralíu. Að auki er Marel með starfsmenn í Sydney, Melbourne og Tasmaníu og í Auckland og Christchurch á Nýja-Sjálandi. Félagið er því nærri viðskiptavinum í þessari stóru álfu.

Starfsmennirnir eru rúmlega 40 í Ástralíu en 11 á Nýja-Sjálandi. Það er mikil fjölgun frá árinu 2010. Veltutölur eru trúnaðarmál.

Sterk staða í sjávarútvegi

„Ástralía og Nýja-Sjáland eru í Eyjaálfu. Við erum þar með sameiginlegan rekstur. Það hefur verið mikill vöxtur hjá Marel á markaðnum. Sjávarútvegurinn hefur verið traustur markaður, sérstaklega markaðurinn með lax.

Við höfum líka séð verulegan vöxt í fuglakjöti þar sem við bjóðum afar sjálfvirkar lausnir. Kjötvinnslur bjóða upp á mikilvæg tækifæri fyrir Marel í þessum hluta heimsins og þar hefur hlutdeild Marels farið vaxandi,“ segir Rankin. Marel sé orðið leiðandi í sjávarútvegi. Hlutdeild félagsins í laxi sé um 80%.

Laxinn tilbúinn til eldunar í áströlskum stórmarkaði.
Laxinn tilbúinn til eldunar í áströlskum stórmarkaði. mbl.is/Baldur

Krafa um aukna framleiðni

„Markaður fyrir lax fer vaxandi í Eyjaálfu og það hefur skapað tækifæri fyrir Marel. Þessir geirar þurfa að hámarka framleiðni og skilvirkni og Marel vinnur með félögunum að þeim markmiðum.“

Rankin segir aðspurður að 5-6 félög séu ráðandi í vinnslu á laxi í Eyjaálfu. Umfangið sé mest í Tasmaníu. Þótt nokkrar vinnslustöðvar séu fyrir lax á Nýja-Sjálandi sé vinnslan mest í hvítfiski. Þar séu enda stærri stofnar af villtum fiski, einkum hokinhala, en í Ástralíu.

Rankin segir tvö félög ráðandi í fuglakjöti í Ástralíu. Þar af sé annað félagið jafnframt ráðandi á nýsjálenska markaðnum. Hann segir mikla hagræðingu hafa farið fram í þessum geira á síðustu fimm árum. Fyrirtækin hafi fjárfest mikið í tækni og leitað leiða til að auka skilvirkni og sjálfvirkni. Vinnuafl sé dýrt í þessum heimshluta og í sumum tilvikum sé erfitt að finna fólk sem vill starfa í vinnslustöðvum.

„Þetta er áskorun fyrir prótíniðnaðinn og því þarf sjálfvirkni að brúa bilið. Marel býður upp á búnað fyrir alla framleiðslukeðjuna, allt frá útungunarstöð til stórmarkaðarins.“

Rankin segir kröfur neytenda um skurð og skammtastærðir farnar að hafa mótandi áhrif á þróunina í kjötiðnaði, framleiðslu á fuglakjöti og í sjávarútvegi. Neytendur vilji vöru sem hægt sé að matreiða með sem minnstri fyrirhöfn.

„Neytendur gera orðið meiri kröfur. Krafan um aukin þægindi á þátt í þessari þróun. Það má sjá að vinnslurnar eru að færa sig ofar í virðiskeðjuna, fremur en að leggja áherslu á magn. Krafan um mikil gæði er þar mikill hvati og það má sjá í öllum geirum. Þessi þróun hefur aftur knúið mikinn vöxt hjá Marel,“ segir Rankin.

Höfuðstöðvarnar í Brisbane. Starfsmenn Marels í Eyjaálfu eru orðnir rúmlega …
Höfuðstöðvarnar í Brisbane. Starfsmenn Marels í Eyjaálfu eru orðnir rúmlega 50. Þeim hefur fjölgað ört síðustu ár. mbl.is/Baldur

Vinna með matvörukeðjum

Hann bendir svo á að síðustu 2-3 ár hafi nokkrar matvörukeðjur þróað eigin vinnslustöðvar. Marel hafi komið þar mikið við sögu. Þá bæði tækjabúnaður frá Marel og Innova-hugbúnaðurinn sem veiti gögn í rauntíma um framleiðsluna, framleiðni, afköst og gæði vörunnar.

Rankin segir aðspurður að Marel sé því farið að hafa veruleg áhrif á þróun matvælaiðnaðar í Ástralíu.

Það séu verulegar líkur á að Marel hafi komið við sögu þegar neytendur kaupa kjöt, fisk og fuglakjöt í ástralskri matvöruverslun. Marel sé nú leiðandi á þessu sviði í Eyjaálfu.

Miklu getur munað á verðinu

Rankin segir tækni frá Marel meðal annars nýtast til að hámarka arðsemi í kjötvinnslu. Kílóverðið geti til dæmis verið frá 5 og upp í 40 dollara og því skipti nýtingin miklu máli. Hann segir Marel orðið leiðandi í þeim hluta kjötiðnaðarins sem sé orðinn tæknivæddur. Þar bíði mikil tækifæri fyrir Marel. Innova-hugbúnaðurinn eigi þátt í því.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,93 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,84 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,12 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Þorskur 256 kg
Grásleppa 149 kg
Samtals 405 kg
26.4.24 Emilía AK 57 Grásleppunet
Grásleppa 1.303 kg
Þorskur 303 kg
Samtals 1.606 kg
26.4.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Þorskur 1.304 kg
Ýsa 696 kg
Steinbítur 171 kg
Keila 77 kg
Samtals 2.248 kg
26.4.24 Högni ÍS 155 Grásleppunet
Grásleppa 1.435 kg
Þorskur 54 kg
Rauðmagi 33 kg
Skarkoli 4 kg
Samtals 1.526 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,93 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,84 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,12 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Þorskur 256 kg
Grásleppa 149 kg
Samtals 405 kg
26.4.24 Emilía AK 57 Grásleppunet
Grásleppa 1.303 kg
Þorskur 303 kg
Samtals 1.606 kg
26.4.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Þorskur 1.304 kg
Ýsa 696 kg
Steinbítur 171 kg
Keila 77 kg
Samtals 2.248 kg
26.4.24 Högni ÍS 155 Grásleppunet
Grásleppa 1.435 kg
Þorskur 54 kg
Rauðmagi 33 kg
Skarkoli 4 kg
Samtals 1.526 kg

Skoða allar landanir »