Alli ríki og foreldrar hans

Nýr Jón Kjartansson SU-111 kemur til hafnar á Eskifirði í …
Nýr Jón Kjartansson SU-111 kemur til hafnar á Eskifirði í sumar. Í baksýn má sjá í gamla Jón Kjartansson og Aðalstein Jónsson. Uppsjávarskip Eskju hafa verið endurnýjuð og nýtt frystihús tekið í notkun. Ljósmynd/Eskja

Miklar breytingar hafa orðið á skipakosti Eskju á Eskifirði á einu ári. Fjárfest hefur verið í nýrri skipum, sem nú eru öll á makrílveiðum í síldarsmugunni norðaustur af landinu. Nöfn skipanna eru gamalkunn úr útgerðarsögu Eskifjarðar og hafa mikla þýðingu í sögu bæjarfélagsins. Um leið eru þau nátengd aðaleigendum fjölskyldufyrirtækisins Eskju, þeim Björk Aðalsteinsdóttur og Þorsteini Kristjánssyni.

Libas, Qavak og Charisma

Í lok ágúst í fyrra gekk Eskja frá kaupum á norska uppsjávarveiðiskipinu Libas, sem var eitt af stærstu fiskiskipum norska flotans, 94 metrar að lengd og tæpir 18 metrar á breidd. Skipið fékk nafnið Aðalsteinn Jónsson SU 11, en eldra frystiskip með sama nafni var selt til grænlenska útgerðarfyrirtækisins Arctic Prime Fisheries, sem aftur seldi það til Rússlands. Útgerðarfyrirtækið Brim hf. er hluthafi í grænlenska fyrirtækinu.

Upp í kaupin á Aðalsteini Jónssyni gekk grænlenska uppsjávarskipið Qavak GR 21 og fékk það nafnið Guðrún Þorkelsdóttir SU 211. Það er rúmlega 60 metra langt, smíðað 1999 í Noregi.

Í sumar keypti Eskja síðan uppsjávarskipið Charisma frá Hjaltlandseyjum, en það er byggt í Noregi 2003 og er 70,7 metrar á lengd. Skipið fékk nafnið Jón Kjartansson SU 111, en eldra skip með sama nafni er til sölu.

Daði Þorsteinsson Kristjánssonar er skipstjóri á Aðalsteini Jónssyni, Grétar Rögnvarsson er skipstjóri á Jóni Kjartanssyni og Hjálmar Ingvason er með Guðrúnu Þorkelsdóttur. Skipin afla öll hráefnis fyrir nýtt uppsjávarfrystihús Eskju á Eskifirði sem tekið var í notkun í nóvember á síðasta ári. Stjórnarformaður Eskju er Erna Þorsteinsdóttir.

Bjartsýni og áræði

Svo aftur sé vikið að nöfnum skipanna þá hóf Aðalsteinn Jónsson snemma störf við útgerð og eignaðist fyrst hlut í bát árið 1946. Árið 1960 tók hann við stjórn Hraðfrystihúss Eskifjarðar og var forstjóri fram til ársins 2000. Foreldrar hans voru Jón Kjartansson póstur og Guðrún Þorkelsdóttir húsfreyja og áttu þau saman sex börn. Aðalsteinn var þeirra næstyngstur. Nöfn skipanna þriggja eru því sótt til Aðalsteins, Jóns og Guðrúnar.

Í minningapunktum um Aðalstein segir að rekstur fyrirtækisins hafi einkennst af bjartsýni og áræði Aðalsteins, sem snemma fékk viðurnefnið Alli ríki. Fyrirtækið var jafnan stærsti vinnuveitandi í byggðarlaginu.

Í lok sjötta áratugarins eignaðist félagið sitt fyrsta skip, Hólmanes, sem var 130 tonna stálbátur smíðaður í Noregi, og var gert út á línu- og netaveiðar, svo og á síldveiðar. Á árunum 1962-1970 eignaðist félagið nokkur skip af stærðinni 150-260 tonn, sem gerð voru út á línu- og netaveiðar, síldveiðar og togveiðar.

Loðnan kemur til sögunnar

Í sérstöku félagi bræðranna Aðalsteins og Kristins Jónssonar, sem lengi var stjórnarformaður Hraðfrystihúss Eskifjarðar, voru gerð út skipin Jón Kjartansson og Guðrún Þorkelsdóttir og voru bæði mikil aflaskip, ekki síst á síld.

1967-1968 hvarf síldin af Íslandsmiðum, en nokkrum árum síðar hófust veiðar á loðnu til bræðslu. Eftir því sem þær veiðar jukust var talið nauðsynlegt að fyrirtækið eignaðist skip til hráefnisöflunar og árið 1978 keypti félagið 780 tonna skip er fékk nafnið Jón Kjartansson SU-111, skipstjóri Þorsteinn Kristjánsson. 1982 keypti félagið annað skip, 360 tonn, er fékk nafnið Guðrún Þorkelsdóttir SU-211. Hætt var að gera það skip út 2003.

Eftir því sem árin liðu urðu breytingar í útgerð og áherslum og skipakosti sömuleiðis. Aukin áhersla var lögð á vinnslu á loðnu, síld og öðrum uppsjávartegundum. Nýtt uppsjávarskip kom til Eskifjarðar 2006 og fékk nafnið Aðalsteinn Jónsson. Þá var hins vegar ekki að finna Guðrúnu Þorkelsdóttur í flota Eskfirðinga, en það breyttist aftur í sumar. Alli ríki og foreldrar hans hafa því öll verið á sjó síðustu vikurnar.

Auk uppsjávarskipanna hefur Eskja frá 2010 gert út línubátinn Hafdísi SU 220.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,93 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,84 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,12 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Þorskur 256 kg
Grásleppa 149 kg
Samtals 405 kg
26.4.24 Emilía AK 57 Grásleppunet
Grásleppa 1.303 kg
Þorskur 303 kg
Samtals 1.606 kg
26.4.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Þorskur 1.304 kg
Ýsa 696 kg
Steinbítur 171 kg
Keila 77 kg
Samtals 2.248 kg
26.4.24 Högni ÍS 155 Grásleppunet
Grásleppa 1.435 kg
Þorskur 54 kg
Rauðmagi 33 kg
Skarkoli 4 kg
Samtals 1.526 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,93 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,84 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,12 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Þorskur 256 kg
Grásleppa 149 kg
Samtals 405 kg
26.4.24 Emilía AK 57 Grásleppunet
Grásleppa 1.303 kg
Þorskur 303 kg
Samtals 1.606 kg
26.4.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Þorskur 1.304 kg
Ýsa 696 kg
Steinbítur 171 kg
Keila 77 kg
Samtals 2.248 kg
26.4.24 Högni ÍS 155 Grásleppunet
Grásleppa 1.435 kg
Þorskur 54 kg
Rauðmagi 33 kg
Skarkoli 4 kg
Samtals 1.526 kg

Skoða allar landanir »