Nýtingarrétti Íslendinga ógnað af niðurskurði

Jónas Páll Jónasson segir erfðarannsóknir á þorskinum sem grænlensk skip …
Jónas Páll Jónasson segir erfðarannsóknir á þorskinum sem grænlensk skip veiða á Dohrnbanka snúa beint að nýtingarrétti Íslands og bendir á að það geti skaðað hagsmuni Íslands að hafa ekki safnað gögnum sem styðja rétt Íslendinga. mbl.is/Hákon

Kortlagning erfða þorsks rétt utan lögsögunnar á Dohrnbanka, sem vísindamenn telja íslenskan en grænlensk skip veiða, er eitt þeirra verkefna sem Hafrannsóknastofnun hefur þurft að setja á ís þar sem átak í þorskrannsóknum fengust ekki fjármagnaðar við afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 2024.

„Okkur finnst þetta auðvitað bagalegt að ná ekki að klára því það eru uppi núna margar ákallandi spurningar um þorskinn. Meðal annars spurningar um þorskinn á Dohrnbanka. Veiðar Grænlendinga hafa aukist þar síðustu árin og það er verið að veiða um 20 þúsund tonn,“ segir Jónas Páll Jónasson, sviðsstjóri botnsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar, í viðtali í síðasta blaði 200 mílna.

Þorskurinn er einn mikilvægasti nytjastofn Íslendinga.
Þorskurinn er einn mikilvægasti nytjastofn Íslendinga. Ljósmynd/Sjávarlíf: Erlendur Bogason

„Þetta er kannski ekki stóra magnið en þetta eru kannski einhver tíu prósent af ráðlögðu aflamarki sem er verið að veiða öfugum megin við lögsöguna. Þetta er þorskur sem við teljum líklegt að sé ættaður héðan.“

Hann fullyrðir að ljóst sé að kortlagning þessa þorsks snúi beint að nýtingarrétti Íslands og bendir á að það geti skaðað hagsmuni Íslands að hafa ekki safnað gögnum sem styðja rétt Íslendinga til nýtingar á þessum þorski auk þess sem veiðin á íslenskum stofni utan ráðgjafar stuðli að ofveiði.

„Við byrjuðum á umfangsmiklu erfðafræðiverkefni til að greina þennan þorsk og það er mikilvægt að við stöndum í lappirnar og gerum það vel,“ segir Jónas Páll.

Umfjöllunina má lesa í heild sinni í síðasta blaði 200 mílna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.5.24 415,38 kr/kg
Þorskur, slægður 17.5.24 510,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.5.24 395,54 kr/kg
Ýsa, slægð 17.5.24 265,68 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.5.24 127,02 kr/kg
Ufsi, slægður 17.5.24 194,59 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 17.5.24 177,58 kr/kg
Litli karfi 15.5.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.5.24 Elli P SU 206 Línutrekt
Þorskur 4.962 kg
Ýsa 1.338 kg
Steinbítur 561 kg
Keila 136 kg
Karfi 4 kg
Hlýri 4 kg
Samtals 7.005 kg
18.5.24 Sandfell SU 75 Lína
Steinbítur 5.212 kg
Þorskur 633 kg
Ýsa 575 kg
Samtals 6.420 kg
18.5.24 Svanur BA 413 Sjóstöng
Þorskur 117 kg
Ufsi 15 kg
Samtals 132 kg
18.5.24 Álka ÍS 409 Sjóstöng
Þorskur 192 kg
Samtals 192 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.5.24 415,38 kr/kg
Þorskur, slægður 17.5.24 510,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.5.24 395,54 kr/kg
Ýsa, slægð 17.5.24 265,68 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.5.24 127,02 kr/kg
Ufsi, slægður 17.5.24 194,59 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 17.5.24 177,58 kr/kg
Litli karfi 15.5.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.5.24 Elli P SU 206 Línutrekt
Þorskur 4.962 kg
Ýsa 1.338 kg
Steinbítur 561 kg
Keila 136 kg
Karfi 4 kg
Hlýri 4 kg
Samtals 7.005 kg
18.5.24 Sandfell SU 75 Lína
Steinbítur 5.212 kg
Þorskur 633 kg
Ýsa 575 kg
Samtals 6.420 kg
18.5.24 Svanur BA 413 Sjóstöng
Þorskur 117 kg
Ufsi 15 kg
Samtals 132 kg
18.5.24 Álka ÍS 409 Sjóstöng
Þorskur 192 kg
Samtals 192 kg

Skoða allar landanir »