Fornir formúlufákar glöddu

Breska kappakstursgoðsögnin Stirling Moss við tvo bíla sem tóku þátt …
Breska kappakstursgoðsögnin Stirling Moss við tvo bíla sem tóku þátt í Silverstonedögunum.

Efnt var til mikillar bílahátíðar síðustu helgina í júlí í Silverstonebrautinni. Atburðurinn dró nafn af henni og er árleg samkoma aragrúa fornra kappakstursbíla.

Nafngiftin höfðar til þess að hátíðin snerist fyrst og síðast um gamla og góða - og fræga - kappakstursfáka sem gert hafa garðinn frægan í Silverstonebrautinni sem verið hefur á dagskrá formúlu-1 frá upphafi vega, svo eitthvað sé nefnt.

Talið er að verðmæti sýningarbílanna jafngildi að minnsta kosti um 500 milljónum sterlingspunda, eða sem svarar um 86 milljörðum króna.  Þar voru ekki bara gamlir formúlubílar heldur og einnig gamlir, frægir og sigursælir sportbílar og keppnisbílar úr götubílaflokkum fyrri tíma.

Sjón er annars sögu ríkari, svo sem myndskeiðið hér að neðan  gefur til kynna:

mbl.is