Lækka verð á rafbílum

Bílaumboðið Askja.
Bílaumboðið Askja.

Bílaframleiðandinn Kia og bílaumboðið Askja hafa komist að samkomulagi um að lækka verð á vinsælum tegundum rafbíla.

Fram kemur í tilkynningu að Askja hafi unnið að því með framleiðanda að útvega betra verð í takt við sterka markaðsstöðu á Íslandi.

„Lækkandi framleiðslukostnaður og sterk hlutdeild Kia á Íslandi eru meginástæður þess að verð á Kia Niro og Kia EV6 er nú betra en fyrir áramót,” segir í tilkynningunni.

Kia er önnur mest skráða bílategundin á Íslandi síðasta áratuginn. Á síðasta ári var Kia þriðja mest selda merkið á Íslandi og eitt af þremur á markaði með yfir 11% markaðshlutdeild.

Kia hyggst framleiða 15 gerðir rafbíla fyrir árið 2027.

mbl.is