Risatrukkur stekkur yfir formúlubíl

Er það einhvers virði að eiga heimsmet í langstökki vöruflutningabíls? Svo virðist vera því mikið leggja sumir á sig til að setja met af því tagi.

Á gömlum flugvelli  í Bentwaters Park í Suffolk í England komst áhættuökumaðurinn Mike Ryan í Heimsmetabók Guinnes með því að stökkva flutningabíl með kerru rétt tæplega 25 metra.

Og ekki nóg með það því í leiðinni stökk hann yfir formúlu-1 bíl frá Lotusliðinu á ferð, en undir stýri hans var annar áhættuökumaður, að nafni Martin Ivanov.

Þeir Ryan og Ivanov eru engir aukvisar í sínu fagi, heldur hafa komið fram í áhættuatriðum í Bond- og Fast and Furious kvikmyndum.

Efnt var til þessa óvenjulega uppátækis af hálfu EMC Technologies, sem er eitt af helstu samstarfsfyrirtækjum Lotusliðsins. Var það gert í kynningarskyni og myndband af stökkinun notað í auglýsingaskyni en sjá má ljósmyndir og myndskeið frá kvikmyndun stökksins á heimasíðu EMC.

Myndskeið frá þessu furðulega uppátæki fylgir þessari frétt.

mbl.is