Nissan 370Z setur nýtt met í drifti

Nissan 370Z.
Nissan 370Z.

Tveir bílar af gerðinni Nissan 370Z settu um síðustu helgi nýtt met í skrensi, sem líka gengur undir enska heitinu drift. 

Aldrei áður hefur tveimur bílum verið driftað svo langt samtímis og hlið við hlið í sömu braut. Lögðu Z-bílar Nissan að baki 28,52 kílómetra.

Atburðurinn átti sér stað í furstadæminu Dubai og gefur myndskeið sem fylgir þessari frétt svolitla mynd af uppátækinu.

Nissan 370Z  er búinn V6-vél og er einstaklega vinsæll til keppni í drifti og þykir metið meðal annars skýra þær vinsældir.

Lengsta drift eins bíls er 143,28 km en þeim árangri náði ökumaður að nafni Harald Müller í Tyrklandi fyrr í ár.  Hraðasta drift sögunnar mun vera skrens pólska ökumannsins Jakub Przygonski sem skrensaði á 216,7 km/klst hraða í Póllandi í fyrra.

Þá er til met fyrir kleinuhringi í hóp. Alls tóku 107 bílar þátt i slíku skrensi á uppákomu árið 2012.

Nissan 370Z.
Nissan 370Z.
mbl.is