Lúxusinn lætur undan

Framleiðendur lúxusbíla hafa orðið fyrir barðinu á efnahagslegum afturkipp í …
Framleiðendur lúxusbíla hafa orðið fyrir barðinu á efnahagslegum afturkipp í Kína sem smitað hefur út frá sér.

Efnahagslegur afturkippur í Kína hefur komið við kauninn á framleiðendum lúxusbíla, ekki bara þar í landi heldur einnig á heimsvísu.

Sérfræðingar segja sölu lúxusbíla munu dragast saman í ár og muni vaxandi eftirspurn í Bandaríkjunum og Miðausturlöndum ekki bæta upp sölutap á öðrum mörkuðum.

Fyrstu sex mánuði ársins dróst til að mynda sala bresku lúxusbílanna Bentley saman um 12% miðað við sama tímabil í fyrra, eða úr 5.254 eintö0kum í 4.639 eintök. Hagnaður af þessum ástæðum var helmingi minni á tímabilinu en í fyrra, eða 54 milljónir evra. Rekstrarhagnaður lækkaði úr 11% í fyrra í 5,75% í ár.   

Bílsmiðir hafa brugðist við ástandinu í Kína með verðlækkun, en til að mynda hefur Porsche lækkað Panamera bílinn um 20%.

mbl.is