Neita viðræðum um sölu á McLaren

Eiga fulltrúar Apple og McLaren í viðræðum eður ei? Hér …
Eiga fulltrúar Apple og McLaren í viðræðum eður ei? Hér er McLaren ofursportbíll við tæknimiðstöð bílsmiðsins breska.

Bíla- og tæknifyrirtækið McLaren Technology Group, sem meðal annars á formúlu-1 liðið McLaren, neitar því að hafa átt í viðræðum við bandaríska tölvurisann Apple um hugsanlega yfirtöku a bílafyrirtækinu.

Breska blaðið Financial Times skýrði fyrst frá hinum meintu viðræðum og þar sagði að Apple hefði verið tilbúið að borga 1,5 milljarð sterlingspunda fyrir fyrirtækið í heild sinni. Einnig hefði tölvurisinn verið reiðubúinn að kaupa hlut í McLaren fengist fyrirtækið ekki yfirtekið.

Í samtali við vefritið scarboroughnews.co.uk segir talsmaður McLaren að fyrirtækið eigi í engum viðræðum við Apple varðandi hugsanlegar fjárfestingar. „Eins og nærri má geta um á  fyrirtæki sem okkar reglulega einkaviðræður við alls konar aðila, og við höldum innihaldi þeirra útaf fyrir okkur,“ segir talsmaðurinn.

<div>Þótt Apple sé þekktast fyrir snjallsímana iPhone þá hefur fyrirtækið stundað fjárfestingar í bílgeiranum undanfarin misseri. Á það meðal í prófunum á sjálfeknum rafbílum.</div>

Fyrir utan að halda úti keppnisliði í formúlu-1 smíðar McLarenfyrirtækið aflmikla sportbíla.

Formúlubíll McLaren í tæknimiðstöð McLaren í Woking, suður af London …
Formúlubíll McLaren í tæknimiðstöð McLaren í Woking, suður af London í Englandi. AFP
Tæknimiðstöð McLaren suður af London.
Tæknimiðstöð McLaren suður af London.
McLaren smíðar ofursportbíla sem reynst hafa vinsælir og runnið út.
McLaren smíðar ofursportbíla sem reynst hafa vinsælir og runnið út.
Í bílsmiðju McLaren.
Í bílsmiðju McLaren.
mbl.is