Upp á rönd á 186 km hraða

Vesa Kivimäki á 186 km hraða upp á rönd.
Vesa Kivimäki á 186 km hraða upp á rönd.

Um fimmtán ára skeið hefur það ver draumur Finnans Vesa Kivimäki að setja óvenjulegt hraðamet á bíl. Ekki í bíl með öll fjögur dekkin við jörðina, heldur aðeins tveimur þeirra.

Kivimäki, sem er 41 árs, hefur gert talsvert af því að keyra bíla upp á rönd á sýningum. Til að láta drauminn loks rætast fékk hann dekkjaframleiðandann Nokian til liðs við sig. Gerði hann atlögu að gamla metinu á flugvellinum við Seinäjoki.

Og það tókst og gott betur. Náði hann 186,269 km/klst hraða á klukkustund á BMW E92 330d
bílnum sem allan tímann var upp á rönd. Sló hann met sem staðið hafði óhaggað í 19 ár en það hljóðaði upp á 181,25 km/klst.

Bíllinn var sérlega búinn öryggisbúnaði er tryggja átti að Kivimäki slyppi heill gengi eitthvað úrskeiðs við aksturinn. Þar á meðal var veltibúri komið fyrir innan í honum. Einnig sérleg sæti og sex punkta öryggisbelti.

Metaksturinn átti sér nú síðsumars en í meðfylgjandi má sjá þennan óvenjulega metakstur.

mbl.is