Rafmagnaðar vinnuvélar

Hér sést rafmagns-vinuvél frá Liebherr. Hún getur ferðast eftir endilangri …
Hér sést rafmagns-vinuvél frá Liebherr. Hún getur ferðast eftir endilangri bryggjunni.

Það fer yfirleitt ekki framhjá neinum þegar stórvirkar vinnuvélar eru að störfum. Þó að dísilvélarnar verði fullkomnari, sparneytnari, hljóðlátari og umhverfisvænni með hverju árinu þá láta þær í sér heyra. Kristófer S. Snæbjörnsson sagði að með því að rafmagnsvæða vinnuvélarnar lægi við að hlusta mætti á fuglasönginn á meðan grafið væri fyrir húsgrunni.

Kristófer er sölustjóri véladeildar Merkúr en fyrirtækið flytur meðal annars inn tæki frá þýska framleiðandanum Liebherr. Á stóru Bauma-vinnutækjasýningunni í Þýskalandi síðasta vor leyfði Liebherr gestum að skoða nýjustu rafdrifnu tækin.

Verða að vera í sambandi

Segir Kristófer að vinnuvélarnar þurfi þó að vera tengdar beint við rafkerfið, enda þurfi þær mikla orku. Er rafhlöðutæknin ekki en komin á þann stað að stór flutningabíll eða grafa geti komist langt á hleðslunni einni saman.

Rafmagnið setur ákveðnar skorður en skapar líka möguleika.
Rafmagnið setur ákveðnar skorður en skapar líka möguleika.


„Nú þegar framleiðir Liebherr svokallaðar „material handling“-vélar, stundum kallaðar iðnaðarvélar á íslensku, og ganga fyrir rafmagni. Þetta eru vélar sem eru ekki á mikilli hreyfingu, ná langt frá sér og hafa lyftanlegt hús, og eru t.d. notaðar til að hlaða skip og við endurvinnslu á járni.“

Þar sem þessar vélar sitja hér um bil fastar á sama stað kemur ekki að sök þó að þær þurfi að vera tengdar innstungu. Þá er hægt að koma fyrir sérstökum spólubúnaði sem lengir eða styttir rafmagnssnúruna og gefur lengra drægi, t.d. eftir endilöngum hafnarbakka. „Liebherr seldi nýlega svona vélar til Rússlands, til notkunar niðri við höfn. Þetta eru afkastamikil og öflug tæki og geta athafnað sig á um það bil 400 metra löngu svæði,“ útskýrir Kristófer.

Rafmagnið setur ákveðnar skorður en skapar líka möguleika.
Rafmagnið setur ákveðnar skorður en skapar líka möguleika.


Spara viðhald og eldsneyti

Það hefur ýmsa kosti að nýta rafmagnið. Nefnir Kristófer að vélabúnaður rafknúnu vinnuvélanna sé einfaldari og færri hreyfanlegir hlutir og er það til þess fallið að draga úr viðhaldskostnaði. Þá má vitaskuld nota rafknúnu tækin innandyra án nokkurra vandræða. Getur líka minnkað rekstrarkostnaðinn að láta vinnuvélarnar ganga fyrir rafmagni frekar en dísilolíu. „En Liebherr leitar þó stöðugt leiða til að gera dísilvélarnar sínar eyðslugrannar.“

Að sögn Kristófers mun þróunin einkum ráðast af því hversu hraðar framfarirnar verða í rafhlöðutækni. „Vonandi er þess ekki mjög langt að bíða að enn öflugri rafhlöður líti dagsins ljós, svo að rafknúnu vinnuvélarnar þurfi ekki lengur að vera tengdar beint við rafdreifikerfið.“ ai@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: