Sexhundruðasti Mitsubishi Outlander PHEV afhentur

Friðbert Friðbertsson forstjóri og Guðmundur S. Guðmundsson í söludeild Heklu …
Friðbert Friðbertsson forstjóri og Guðmundur S. Guðmundsson í söludeild Heklu afhentu 600asta eintakið af Mitsubishi Outlander PHEV um helgina og það voru Sólveig Sif Halldórsdóttir og Arnar Pálsson sem keyptu þann bíl. Var þeim afhentur bílinn með viðhöfn í sýningarsal Mitsubishi á Laugavegi.

Hekla afhenti um helgina sexhundruðasta Mitsubishi Outlander PHEV bílinn til nýrra eigenda. Viðtökur Íslendinga við 100 ára afmælistilboði Mitsubishi hafa verið umfram bjartsýnustu spár, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. 

Vistvænir bílar verða æ vinsælli enda huga bifreiðaeigendur í auknum mæli að vistvænni lífsmáta eins og sölutölur á Outlander PHEV eru til vísbendingar um. Samkvæmt opinberum tölum er Outlander PHEV mest seldi bíllinn á Íslandi í flokki vistvænna bíla á Íslandi og á það bæði við um heildarsölu ársins 2016 sem og það sem af er árinu 2017. 

Ég hafði mikla trú á Outlander PHEV frá byrjun og var viss um að Íslendingar tækju  honum fagnandi en þessar viðtökur gat ég ekki ímyndað mér, “ segir Friðbert Friðbertsson, forstjóri Heklu við afhendingu 600asta bílsins. „Við þökkum Íslendingum kærlega fyrir frábærar viðtökur og það er ljóst að Mitsubishi á góðan stað í hjörtum Íslendinga. HEKLA mun áfram kappkosta að bjóða upp á vistvæna valkosti og vera í fararbroddi hvað þann flokk varðar.“

Friðbert og Guðmundur S. Guðmundsson í söludeild HEKLU afhentu 600asta bílinn um helgina og það voru Sólveig Sif Halldórsdóttir og Arnar Pálsson sem keyptu þann bíl.  Var þeim afhentur bílinn með viðhöfn, sem fyrr segir, í sýningarsal Mitsubishi á Laugavegi.

mbl.is