Frjósemi er allsráðandi í Hollywood

Það er mikil frjósemi í Hollywood.
Það er mikil frjósemi í Hollywood. Samsett mynd

Margar af þekktustu Hollywood-stjörnum samtímans eiga stærri fjölskyldur en flestir. Hin svokallaða vísitölufjölskylda, sú fjölskyldustærð sem vísitala framfærslukostnaðar er miðuð við, venjulega hjón með tvö börn, er nokkuð sjaldgæf sjón í Hollywood, en stjörnurnar hafa verið duglegar að fjölga mannkyninu síðustu ár.

Clint Eastwood - átta barna faðir

Clint Eastwood, 93 ára, á átta börn úr allnokkrum samböndum, sex dætur og tvo syni. Elsta barn hans, Laurie Murray, fagnaði sjötugsafmæli sínu þann 11. febrúar síðastliðinn og yngsta barn stórleikarans, Morgan Eastwood, fagnar 28 ára afmæli sínu í desember. Annar af sonum Eastwood, Scott Eastwood, fetaði í fótspor föður síns og er núna þekktur leikari í Hollywood.

Börn stórleikarans Clint Eastwood.
Börn stórleikarans Clint Eastwood. Skjáskot/Instagram

Eddie Murphy - tíu barna faðir

Gamanleikarinn Eddie Murphy á tíu börn með fimm mismunandi konum. Börnin, sex dætur og fjórir synir, eru á aldrinum 5 til 35 ára. Fyrsta barn leikarans fæddist árið 1989, sonur að nafni Eric Murphy, en sá er 29 árum eldri en yngsta systkini sitt, Max Charles Murphy, sem fæddist í nóvember 2018.

Eddie Murphy er tíu barna faðir.
Eddie Murphy er tíu barna faðir. Skjáskot/Instagram

Nick Cannon - 12 barna faðir

Cannon vakti mikla athygli þegar hann eignaðist fimm börn yfir nokkurra mánaða tímabil árið 2022, en bandaríska þáttastjórnandanum tókst að barna fimm konur um svipað leyti. Cannon varð faðir í apríl 2011 þegar fyrrverandi eiginkona hans, söngkonan Mariah Carey, fæddi tvíburana, Moroccan og Monroe.

Cannon missti fimm mánaða gamlan son sinn, Zen, í desember 2021. Banamein hans var heilaæxli.

Nick Cannon dáir föðurhlutverkið.
Nick Cannon dáir föðurhlutverkið. Skjáskot/Instagram
Ætli hann sé hættur að fjölga sér?
Ætli hann sé hættur að fjölga sér? Skjáskot/Instagram

Shaquille O'Neal - sex barna faðir

Körfuboltagoðsögnin Shaquille O’Neal hefur haft nóg fyrir stafni frá því hann settist í helgan stein eftir farsælan körfuboltaferil, en hann er sex barna faðir. Hann varð faðir árið 1996 þegar dóttir hans, Taahirah, kom í heiminn. O’Neal eignaðist fjögur börn með fyrrverandi eiginkonu sinni, Shaunie O’Neal. Sú átti son úr fyrra sambandi sem O’Neal hefur alið upp.

Shaquille O'Neal er stoltur sex barna faðir.
Shaquille O'Neal er stoltur sex barna faðir. Skjáskot/Instagram

Mia Farrow - 14 barna móðir

Leikkonan og aðgerðasinninn, Mia Farrow, er fjórtán barna móðir. Leikkonan ættleiddi tíu börn, þar á meðal Soon-Yi Previn, sem er núna gift leikstjóranum Woody Allen. Sjálf átti Farrow í 12 ára sambandi við Allen og á með honum þrjú börn, eitt líffræðilegt og tvö ættleidd.

Þrjú af börnum Farrow eru látin.

Mia Farrow er mikil fjölskyldukona.
Mia Farrow er mikil fjölskyldukona. Skjáskot
Farrow hefur ættleidd tíu börn.
Farrow hefur ættleidd tíu börn. Skjáskot

Alec Baldwin - átta barna faðir

Stórleikarinn Alec Baldwin hefur eignast sjö börn með núverandi eiginkonu sinni, Hilariu Baldwin, en parið gekk í hjónaband árið 2012. Hjónin eiga sjö börn undir tíu ára aldri, fjóra drengi og þrjár stúlkur. Baldwin er einnig faðir fyrirsætunnar Ireland Baldwin sem hann á með leikkonunni Kim Basinger.

Það er mikið líf á heimili leikarans.
Það er mikið líf á heimili leikarans. Skjáskot/Instagram

Kris Jenner - sex barna móðir

Glamúrdrottningin og raunveruleikastjarnan Kris Jenner er sex barna móðir. Flestir kannast vel við fjölskyldusögu hennar, en Kardashian-fjölskyldan er ein sú þekktasta í heimi. Jenner eignaðist fjögur börn með fyrsta eiginmanni sínum, Robert Kardashian, en sá varð heimsþekktur fyrir að verja O.J. Simpson fyrir rétti þegar hann var sakaður um morðið á eiginkonu sinni.

Fyrrverandi hjónin eignuðust þrjár dætur, Kourtney, Kim og Khloé og einn son, Rob. Jenner á einnig tvær dætur, Kylie og Kendall, með Caitlyn Jenner.

Jenner lítur út fyrir að vera ein af systrunum.
Jenner lítur út fyrir að vera ein af systrunum. Skjáskot/Instagram
Kris Jenner og Robert Kardashian eignuðust fjögur börn.
Kris Jenner og Robert Kardashian eignuðust fjögur börn. Skjáskot
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert