Veisluhöld í Winnipeg

Dr. Birna Bjarnadóttir, forstöðumaður íslenskudeildar Manitobaháskóla í Winnipeg í Kanada.
Dr. Birna Bjarnadóttir, forstöðumaður íslenskudeildar Manitobaháskóla í Winnipeg í Kanada. mbl.is/Steinþór

steinþór Guðbjartsson

steinthor@mbl.is

Íslenskudeild Manitobaháskóla í Winnipeg í Kanada hefur verið starfrækt í 60 ár og af því tilefni verður blásið til veislu sem hefst með ljósmyndasýningu Jóhanns Páls Valdimarssonar, útgáfustjóra JPV-útgáfu, í Safni íslenskrar menningararfleifðar á Gimli (New Iceland Heritage Museum).

„Ljósmyndasýningin hringir inn afmælisárið og með henni vottum við íslenskum skáldum og gamla landinu virðingu okkar,“ segir dr. Birna Bjarnadóttir, forstöðumaður íslenskudeildarinnar. „Þetta gerum við í minningu þeirra sem stofnuðu deildina og allra þeirra sem hafa stutt hana með ráðum og dáð í gegnum tíðina.“

Á sýningunni verða myndir af skáldum og landslagsmyndir frá Íslandi og verður hún í safninu í allt sumar.

Fjölbreytt dagskrá í haust

Í september verða síðan tvennir tónleikar, afmælisfyrirlestur, kvikmyndasýningar og önnur ljósmyndasýning.

Helga Brekkan sýnir tvær heimildamyndir, aðra um Guðberg Bergsson og hina um sköpunina, sem verður síðan sýnd á bókamessunni í Frankfurt í október.

Blásarasveit Sigurðar Ingva Snorrasonar kemur fram og Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú, syngur með sveitinni. Annars vegar er um kirkjutónleika að ræða þar sem flutt verður klassísk tónlist og hins vegar tónleika þar sem frumflutt verður tónlist eftir íslensk tónskáld vestanhafs.

Guðni Þorbjarnarson, ljósmyndari og grafískur hönnuður, sýnir ljósmyndir frá Vestfjörðum á sýningu sem verður opnuð á Gimli.

Guðbergur Bergsson flytur síðan fyrirlestur í tilefni tímamótanna.

Leiðtogar

„Þetta er okkar hlutverk,“ segir Birna um dagskrána, en hún var ráðin yfirmaður íslenskudeildarinnar sumarið 2006 eftir að hafa kennt við hana frá því haustið 2003. Fyrirrennari hennar frá 1999 var David Arnason, Kirsten Wolf var á undan honum frá 1988, Haraldur Bessason stjórnaði deildinni frá 1956 til þess tíma og Finnbogi Guðmundsson tók fyrstu skrefin með deildina 1951 til 1956.

Birna hefur látið mikið að sér kveða í Winnipeg og í liðnum mánuði fékk hún sérstaka viðurkenningu (The YMCA-YWCA Women of Distinction Awards) fyrir menningarstörf sín í Manitoba. Mikil gróska hefur verið í deildinni síðan Birna tók við og í ár útskrifar hún til dæmis fimm framhaldsnema en einn þeirra byrjar í doktorsnámi við Háskóla Íslands í haust. Um 70 nemendur stunduðu nám við deildina í vetur en auk Birnu kenndu tveir kennarar við deildina.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt öllum líki ekki málflutningur þinn þýðir það ekki að þú eigir að þegja. Njóttu þess að vera með fjölskyldunni í kvöld.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt öllum líki ekki málflutningur þinn þýðir það ekki að þú eigir að þegja. Njóttu þess að vera með fjölskyldunni í kvöld.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav
Loka