Gæti grætt milljónir á fyrirsætustörfum

Fanginn fagureygði Jeremy Meeks gæti átt farsælan fyrirsætuferil í vændum
Fanginn fagureygði Jeremy Meeks gæti átt farsælan fyrirsætuferil í vændum Mynd af Facebook síðu lögreglunnar í Stockton

Fagureygði fanginn Jeremy Meeks gæti átt farsælan fyrirsætuferil í vændum og grætt tugi þúsunda Bandaríkjadala verði hann frjáls maður. Þessu heldur slúðurvefurinn TMZ fram, en ráðningarstofan Blaze Models segir í samtali við vefinn að fyrirsætur með útlit glæpona séu geysivinsælar í dag.

Forsvarsmenn Blaze Models héldu því auk þess fram að þeir gætu bókað Meeks í auglýsingar hjá tískurisum á borð við Versace og Armani, þar sem hann gæti þénað allt að 30 þúsund Bandaríkjadali á mánuði.

Önnur ráðningarstofa, sem þó fór fram á nafnleynd, sagði einnig í samtali við vefinn að þar á bæ hefði fólk áhuga á samstarfi við Meeks þegar hann gæti sér um frjálst höfuð strokið.

Meeks hefur einnig verið kallaður „Dreamy McMug“, en fangamynd af honum fór sem eldur um sinu um netheima þegar lögreglan í Stockton í Bandaríkjunum birti hana á Facebook síðu sinni. Þótti hann með eindæmum myndarlegur og kepptust netverjar við að hlaða hann lofi.

Dreamy er hins vegar grunaður um aðild að alvarlegum glæpum á borð við rán og skotárásir. Það er því ekki ólíklegt að nokkur bið sé enn í fyrirsætuferil hjartaknúsarans í fangelsinu. 

Frétt TMZ

Frétt mbl.is: Styrkja myndarlega glæpamanninn

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú stendur allt og fellur með því að þú sért þolinmóður og berir þig með reisn. Reyndu að vinna í góðum skorpum og hvíla þig inn á milli - þannig kemurðu meiru í verk.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú stendur allt og fellur með því að þú sért þolinmóður og berir þig með reisn. Reyndu að vinna í góðum skorpum og hvíla þig inn á milli - þannig kemurðu meiru í verk.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir