Stendur sig vel í meðferð

Shia LaBeouf er sagður standa sig vel í meðferð.
Shia LaBeouf er sagður standa sig vel í meðferð. AFP

Leikarinn Shia LaBeouf var handtekinn fyrir óspektir á almannafæri í sumar en hann játaði fyrir rétti í september. LaBeouf hlaut skilorðsbundinn dóm og var gert að fara í viðeigandi meðferð. Í gær mætti hann svo í dómssal ásamt lögmanni sínum og sýndi fram á gögn um að meðferð væri hafin og að hún gengi vel.

LaBeouf er byrjaður í þriggja mánaða meðferð við áfengis- og fíkniefnavandamáli sínu en hann þarf einnig að halda sig á mottunni í þrjá mánuði til viðbótar til að sleppa við fangelsisvist. LaBeouf þarf þá að mæta aftur í réttarsal í lok mars og sýna fram á ný gögn.

„Shia hefur staðið sig frábærlega vel og við kunnum að meta að dómarinn skilji það,“ sagði lögmaður LaBeouf þegar þeir yfirgáfu réttarsalinn.

Fékk „Hanni­bal-grímu“ í fang­elsi

Shia LaBeouf hand­tek­inn

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir