Stendur sig vel í meðferð

Shia LaBeouf er sagður standa sig vel í meðferð.
Shia LaBeouf er sagður standa sig vel í meðferð. AFP

Leikarinn Shia LaBeouf var handtekinn fyrir óspektir á almannafæri í sumar en hann játaði fyrir rétti í september. LaBeouf hlaut skilorðsbundinn dóm og var gert að fara í viðeigandi meðferð. Í gær mætti hann svo í dómssal ásamt lögmanni sínum og sýndi fram á gögn um að meðferð væri hafin og að hún gengi vel.

LaBeouf er byrjaður í þriggja mánaða meðferð við áfengis- og fíkniefnavandamáli sínu en hann þarf einnig að halda sig á mottunni í þrjá mánuði til viðbótar til að sleppa við fangelsisvist. LaBeouf þarf þá að mæta aftur í réttarsal í lok mars og sýna fram á ný gögn.

„Shia hefur staðið sig frábærlega vel og við kunnum að meta að dómarinn skilji það,“ sagði lögmaður LaBeouf þegar þeir yfirgáfu réttarsalinn.

Fékk „Hanni­bal-grímu“ í fang­elsi

Shia LaBeouf hand­tek­inn

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir