„Við erum gul og glöð“

Stuðningsmenn Brekkubæjarskóla fjölmenna í kvöld
Stuðningsmenn Brekkubæjarskóla fjölmenna í kvöld Ljósmynd/Skólahreysti

Brekkubæjarskóli vann Vesturlandsriðilinn í Skólahreysti og keppir því til úrslita í kvöld. Er þetta besti árangur skólans frá upphafi en hann hefur aldrei áður komist í úrslitakvöldið.

Írena Rut Elmarsdóttir keppir í hraðaþrautinni en hún er að taka þátt í annað sinn í Skólahreysti. Hún æfir fimleika og eru íþróttir almennt hennar helsta áhugamál. Með henni í hraðaþrautinni er Anton Elí Ingason en hann er að taka þátt í fyrsta skipti. Hann æfir Parkour sem snýst um að hlaupa, hoppa og klifra yfir eitthvert svæði á miklum hraða. Hans helsta áhugamál eru íþróttir.

Birta Martgrét Björnsdóttir vindur sér í armbeygjur og hreystigreip en hún er nýliði í keppninni. Hún æfir fótbolta og hefur mikinn áhuga á íþróttum. Birta er mikil dýramanneskja, á hund og tvo ketti og væri til í fleiri dýr. Svavar Örn Sigurðsson dýfir sér í dýfur og upphífingar en hann er að taka þátt í annað sinn. Hann æfir fótbolta og elskar pítsur og hamborgara.

Sigríður H. Gunnarsdóttir er þjálfari liðsins ásamt Brynjari Sigurðssyni. Hún er spennt að taka þátt í úrslitakvöldinu. „Það er mikil spenna og menn í skólanum eru mjög ánægðir með árangurinn hingað til. Við erum gul og glöð“ sagði Sigríður í samtali við mbl.

Hún sagði að stemningin í skólanum væri góð. „Það er búið að vera gult þema í dag og krakkarnir hittust í samsöng þar sem þau æfa sig, einhverskonar stemningsstund. Við tökum 85 áhorfendur með í kvöld.“

Brekkubæjarskóli hefur aldrei lagt áherslu á að vinna Skólahreysti, það er engin pressa frá stjónendum eða kennurum. Krakkarnir í liðinu eru miklir íþróttagormar og æfa því að mestu leyti sjálf fyrir keppni. „Við höfum þó aðeins haldið þeim við efnið og láti þau spreyta sig á æfingum líkum þeim sem gætu komið í keppni í leikfimitímum. Við segjum að krakkarnir fari í keppni og geri sitt besta og ef þau gera sitt besta er það flottur árangur.“

Skólahreysti vekur athygli og keppendur fyrir hönd skólans eru stjörnur innan veggja hans. „Krakkarnir í fyrsta og öðrum bekk líta mjög upp til þeirra og eru stöðugt að spyrja hvenær þau geti tekið þátt í Skólahreysti,“ sagði Sigríður að lokum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér finnst kannski að einhver í vinnunni sé að segja þér ósatt og líklega er það rétt mat hjá þér. Mundu að þú ert sjálfur gæddur þeim hæfileikum sem duga þér til árangurs.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér finnst kannski að einhver í vinnunni sé að segja þér ósatt og líklega er það rétt mat hjá þér. Mundu að þú ert sjálfur gæddur þeim hæfileikum sem duga þér til árangurs.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav