Holtaskóli sigraði í Skólahreysti

Sigurlið Holtaskóla.
Sigurlið Holtaskóla. mbl.is/Kristinn

Úrslitakeppni Skólahreystis fór fram í Laugardalshöll í kvöld með pompi og prakt. Var þar mikið um dýrðir þar sem lið 12 skóla af landinu öllu öttu kappi eftir að hafa ýmist sigrað eða orðið í öðru sæti í undankeppnum sem farið hafa fram á síðustu mánuðum.

Finnur Helgason tók sigurinn fyrir Réttarholtsskóla í fyrstu greininni með 52 upphífingar, aðeins sex upphífingum frá Íslandsmeti og Réttarholtsskóli sigraði einnig í hreystigreip þar sem Katarína Eik Sigurjónsdóttir sýndi það og sannaði að hún gæti hangið stúlkna lengst í heilar 8 mínútur og 28 sekúndur.

Einbeitingin skein úr augum keppenda.
Einbeitingin skein úr augum keppenda. mbl.is/Kristinn

Arnar Másson náði fyrsta sætinu í dýfum fyrir hönd Lindaskóla en það var Katla Björk Ketilsdóttir sem sigraði armbeygjukeppnina með 54 slíkum fyrir hönd Holtaskóla. Holtaskóli varð í öðru sæti í hraðabrautinni en þar var það hinsvegar Heiðarskóli sem kom sá og sigraði á tímanum 2:06. Skólinn hafði fengið varamann inn þar sem annar aðalmaður hafði snúið sig á ökla síðustu helgi en það kom ekki að sök þar sem aðeins munaði einni sekúndu á árangri liðsins og Íslandsmeti Lágafellsskóla.

Þegar öll stig voru talin saman var það Holtaskóli sem stóð uppi sem sigurvegari. Réttarholtsskóli varð í öðru sæti og Lindaskóli í Kópavogi í því þriðja.

Áhorfendur gegndu ekki síður mikilvægu hlutverki en keppendurnir og hvöttu …
Áhorfendur gegndu ekki síður mikilvægu hlutverki en keppendurnir og hvöttu sitt fólk áfram af krafti. mbl.is/Kristinn

Þrír af fjórum keppendum Holtaskóla voru að taka þátt í fyrsta skipti. Þau Þóranna Kika Hod­ges-Carr og Eggert Gunnarsson kepptu fyrir hönd skólans í hraðaþraut. Katla Ketilsdóttir tók armbeygjur og hreystigreip en Hafþór Logi Bjarnason keppti í dýfum og upphífingum. Þjálfari liðsins er Ein­ar Guðberg Ein­ars­son.

Meðal þeirra þrauta sem þarf að leysa í hraðabrautinni er …
Meðal þeirra þrauta sem þarf að leysa í hraðabrautinni er að klífa upp kaðal. mbl.is/Kristinn
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér finnst kannski að einhver í vinnunni sé að segja þér ósatt og líklega er það rétt mat hjá þér. Mundu að þú ert sjálfur gæddur þeim hæfileikum sem duga þér til árangurs.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér finnst kannski að einhver í vinnunni sé að segja þér ósatt og líklega er það rétt mat hjá þér. Mundu að þú ert sjálfur gæddur þeim hæfileikum sem duga þér til árangurs.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav