Skólahreysti er frábætr fyrir landsbyggðina

Ísfirðingar hlakka til keppninnar
Ísfirðingar hlakka til keppninnar Ljósmynd/Skólahreysti

Grunnskólinn á Ísafirði er kominn í úrslit í Skólahreysti eftir að hafa sigrað Vestfjarðarriðilinn í undankeppninni. Þau eru vön pressunni sem fylgir úrslitunum en þangað hafa þau alltaf komist nema tvisvar.

Katrín Ósk Einarsdóttir þýtur af stað í hraðaþrautinni en þetta er annað árið sem hún tekur þátt í Skólahreysti. Hún æfir á gönguskíði en það og aðrar vetraríþróttir eru hennar helstu áhugamál. Með henni í hraðaþrautinni keppir Gunnar Þór Valdimarsson sem keppir einnig í annað sinn í Skólahreysti. Hann æfir fimleika, körfubolta og crossfit og hefur mikinn áhuga á snjóbrettaiðkun, fara í ræktina og skjóta af boga í bogfimi.

Guðný Birna Sigurgeirsdóttir keppir fyrir hönd Ísfirðinga í armbeygjum og hreystigreip. Hún er að taka þátt í keppninni í þriðja sinn en hún æfir sund og er það einnig hennar aðal áhugamál. Einar Torfi Torfason dýfir sér svo í dýfingar og upphífingar. Hann er eini nýliðinn í hópnum en hann æfir glímu og jiu-jitsu og hans helsta áhugamál er MMA bardagaíþróttir.

Guðný Stefanía Stefánsdóttir, þjálfari liðsins, segir alla spennta fyrir morgundeginum. „Stemningin er rosalega fín og hér eru allir fullir tilhlökkunar. Keppendurnir keyra í dag vegna þess að það lítur ekki vel út með flug en stuðningsliðið kemur á morgun með rútu,“ sagði hún í samtali við blaðamann mbl.

Hún, ólíkt blaðamanni, lítur ekki á þetta sem langt ferðalag. „Það virkar alltaf lengra út á land en í bæinn og við erum svo vön þessu. Ég kom keyrandi hingað á sunnudaginn og fer aftur á morgun.“

Skólahreysti er kennt sem valáfangi á Ísafirði og þaðan eru krakkar sigtaðir út sem síðan keppa fyrir hönd skólans í keppninni. „Eftir áramót hefur þetta verið átta manna hópur sem æfir saman einu sinni í viku.“

Ísfirðingar láta sitt ekki eftir liggja við stuðninginn. „Við búumst við því að fjörtíu krakkar fari með rútunni og svo eru einhverjir í Reykjavík. Allt í allt áætlum við að svona fimmtíu krakkar styðji okkur á morgun.“

Krakkarnir eru staðráðnir í að standa sig vel á stóra sviðinu. „Markmiðið er að bæta sig frá undankeppninni. Þetta er líka svo frábært tækifæri fyrir okkur á landsbyggðinni til að taka þátt í svona skemmtilegri keppni,“ sagði Guðný Stefanía að lokum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér finnst kannski að einhver í vinnunni sé að segja þér ósatt og líklega er það rétt mat hjá þér. Mundu að þú ert sjálfur gæddur þeim hæfileikum sem duga þér til árangurs.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér finnst kannski að einhver í vinnunni sé að segja þér ósatt og líklega er það rétt mat hjá þér. Mundu að þú ert sjálfur gæddur þeim hæfileikum sem duga þér til árangurs.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav