Depp laumaði hundum til Ástralíu

Leikaranum Johnny Depp hefur verið tilkynnt að fari hann ekki með hunda sína frá Ástralíu fyrir laugardag verði þeim lógað.

Depp og eiginkona hans, Amber Heard, eru sökuð um að hafa brotið reglur um innflutning dýra er þau létu ekki tollverði vita af komu tveggja hunda sinna, Boo og Pistol, til landsins. Hundarnir eru af Yorkshire Terrier-kyni. Hjónin komu á einkaþotu til Ástralíu fyrir um mánuði síðan.

Í Ástralíu eru mjög ströng lög um sóttkví dýra sem þangað koma. Þetta er gert til að draga úr líkum á sjúkdómum og sýkingum, segir í frétt BBC um málið.

Landbúnaðarráðherrann Barnaby Joyce segir að lögin gildi um alla. Hann segir að Boo og Pistol hafi verið „laumað“ til Ástralíu. Upp hafi komist um athæfi hjónanna er þau fóru með hundana til hundasnyrtis.

„Depp verður annað hvort að fara með hundana aftur til Kaliforníu eða við lógum þeim,“ sagði ráðherrann við fjölmiðla í dag. „Hann hefur um 50 tíma til að fara með hundana. Hann getur sett þá í sömu vél og kann kom með þá í og farið með þá frá landinu okkar.“

Hundar sem koma til Ástralíu verða að hefja dvöl sína þar á að minnsta kosti 10 daga sóttkví. 

Johnny Depp og Amber Heard
Johnny Depp og Amber Heard AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gamall vinur gefur þér góð ráð í dag. Dragðu djúpt andann og veltu því fyrir þér, hvaða breytingar þú vilt gera.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gamall vinur gefur þér góð ráð í dag. Dragðu djúpt andann og veltu því fyrir þér, hvaða breytingar þú vilt gera.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir