Æstir SKAM-aðdáendur trufla skólastarf

SKAM hefur slegið í gegn á Norðurlöndunum og nú flykkjast …
SKAM hefur slegið í gegn á Norðurlöndunum og nú flykkjast aðdáendur frá Danmörku til Óslóar til að líta sögusvið þáttanna augum.

Danskir aðdáendur SKAM-þáttanna norsku hafa flykkst að skólanum Hartvig Nissens í Ósló þar sem persónur þáttanna stunda nám. Að því er fram kemur í frétt Radio24Syv standa þeir stundum fyrir utan kennslustofur í von um að sjá og hitta leikarana sjálfa en Tarjei Sandvik Moe, sem leikur Isak í þáttunum, er einnig nemandi við skólann.

Að sögn Hanna Norum Eliassen skólastjóra er ágengnin orðin svo mikil að skólinn hefur neyðst til að setja sérstakar reglur um hvernig skuli taka á heimsóknum aðdáendanna.

„Kennararnir hafa fengið þær leiðbeiningar að ef að þeir sjá utanaðkomandi einstaklinga í skólabyggingunni skuli þeir biðja þá vinsamlegast um að fara út.  Við viljum halda skólastarfinu í sem eðlilegustu horfi svo það er svolítið óheppilegt að nemendur okkar skuli rekast á danska túrista á göngunum.“

Persónur SKAM stunda nám við Hartvig Nissens-skólann í Ósló en …
Persónur SKAM stunda nám við Hartvig Nissens-skólann í Ósló en leikarinn sem leikur Isak í þáttunum er einnig nemandi þar. Skjáskot/Skam

Að sögn Hanna eru 90% þeirra sem komið hafa í skólann á síðustu sex mánuðum Danir en einstaka Svíar kíkja þó einnig við.

„Þeir taka Óslóar-bátinn, sem við köllum Dana-bátinn, [frá Kaupmannahöfn] og ástæða ferðalagsins eru SKAM-þættirnir. Okkur þykir frábært að SKAM skuli vera svona vinsælt í Danmörku en við viljum helst komast hjá því að fólk sé að koma inn í skólabyggingarnar.“

Hanna segir ekkert alvarlegt hafa komið upp enn sem komið er en hún hvetur danska SKAM-aðdáendur til þess að leyfa nemendum að vera í friði á meðan þeir eru í skólanum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ástæðulaust að fyllast sektarkennd út af þeim hlutum sem ekki eru í þínu valdi að breyta. Reyndu að sýna lipurð og samstarfsvilja og þá muntu ná takmarki þínu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ástæðulaust að fyllast sektarkennd út af þeim hlutum sem ekki eru í þínu valdi að breyta. Reyndu að sýna lipurð og samstarfsvilja og þá muntu ná takmarki þínu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg