Hvað verður í matinn á Óskarnum?

Stjörnukokkurinn og kokkur stjarnanna, Wolfgang Puck, hefur afhjúpað hvaða lúxusréttir verða á boðstólum fyrir gesti óskarsverðlaunahátíðarinnar sem fram fer á sunnudag. 

Wagyu-nautakjöt, kjúklingabaka með svörtum trufflum og gullkúla fyllt með hindberjamús verða meðal rétta sem gestir hátíðarinnar geta gætt sér á, ýmist í þeim tilgangi að fagna verðlaunum eða sem sárabót fyrir svekkjandi tap. 

„Við þurfum að útbúa 17.000 skammta á tveimur og hálfum klukkutíma. Þetta er skipulagt kaos, en mjög skemmtilegt,“ segir Conor Shanahan, kokkur í teymi Pucks. 

Óskarsverðlaunahátíðin í ár er sú 90. í röðinni og ljóst að öllu verður tjaldað til af því tilefni.

Stjörnukokkurinn Wolfgang Puck gæðir sér á gullkúlu fylltri með hindberjamús …
Stjörnukokkurinn Wolfgang Puck gæðir sér á gullkúlu fylltri með hindberjamús sem er meðal þeirra rétta sem verða í boði á Óskarsverðlaunahátíðinni sem fram fer á morgun. AFP
Það verður líklega skálað oftar en einu sinni á morgun.
Það verður líklega skálað oftar en einu sinni á morgun. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki besti tíminn til að sýna frumkvæði í vinnunni. Vertu víðsýnn og gefðu skoðunum annarra gaum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riley og Lucinda Riely
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki besti tíminn til að sýna frumkvæði í vinnunni. Vertu víðsýnn og gefðu skoðunum annarra gaum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riley og Lucinda Riely
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir