Mekas heiðraður á RIFF

Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi RIFF.
Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi RIFF. mbl.is/RAX

Litháíski kvikmyndagerðarmaðurinn Jonas Mekas mun fá verðlaun RIFF fyrir æviframlag sitt til kvikmyndagerðar í ár en hann hefur af mörgum verið kallaður guðfaðir bandarískrar framúrstefnukvikmyndagerðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RIFF.

RIFF á fimmtán ára afmæli í ár. Hátíðin verður haldin frá 27. september til 7. október og munu flestar sýningar fara fram í Bíó Paradís en einnig á Lofti hostel og Stúdentakjallaranum.

Á hátíðinni verða sýndar um 70 kvikmyndir í nokkrum flokkum; allt í senn verðlaunamyndir frá hátíðum víða um heim sem fjöldinn allur af Norðurlanda- og Evrópufrumsýningum. 

„Eins og vanalega mun hátíðin hafa svæði eða land í fókus á RIFF. Eystrasaltslöndin urðu fyrir valinu enda mikil gróska verið þar í kvikmyndagerð undanfarin ár. Auk þess sem hundrað ár eru liðin síðan öll þrjú ríkin fengu sjálfstæði frá Sovétríkjunum árið 1918,“ segir í tilkynningu.

Litháíski kvikmyndagerðarmaðurinn Jonas Mekas.
Litháíski kvikmyndagerðarmaðurinn Jonas Mekas. Wikipedia/Furio Detti

Mekas er fæddur árið 1929 og flúði Litháen árið 1944 vegna seinni heimsstyrjaldarinnar og komst til Bandaríkjanna. Árið 1949 keypti hann sína fyrstu 16 mm Bolex-kvikmyndatökuvél og hóf að festa augnablik úr lífi sínu á filmu.

„Á löngum og viðburðaríkum ferli hefur hann gert ótal myndir, jafnt stuttar sem langar og unnið til verðlauna víða um heim. Myndir hans eru margvíslegar en hann er hvað þekktastur fyrir að gera svokallaðar „dagbókarmyndir“, sem samanstanda af myndskeiðum úr hversdaglífi hans. Mekas hefur unnið í nánu samstafi við marga af nafntoguðustu listamönnum heims, þar má nefna Andy Warhol, Allen Ginsberg, Salvador Dalí, Yoko Ono og John Lennon.

Mekas er margt til lista lagt. Hann hefur ávallt verið iðinn við að skrifa um kvikmyndir og hann stofnaði meðal annars tímaritið Film Culture ásamt bróður sínum Adolfas Mekas sem var helgað kvikmyndalistinni. Hann er einnig afkastamikið ljóðskáld og telst vera eitt merkasta samtímaljóðskáld Litháens,“ segir enn fremur í tilkynningu frá RIFF.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það getur verið erfitt að opna augu samferðamanna sinna og svo sannarlega að hafa það á tilfinningunni að maður sé einn í heiminum. Sýndu þig verðugan að vera frjáls.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það getur verið erfitt að opna augu samferðamanna sinna og svo sannarlega að hafa það á tilfinningunni að maður sé einn í heiminum. Sýndu þig verðugan að vera frjáls.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav