Gunnar kom að gerð Óskarsmyndar del Toro

Guillermo del Toro, Mark Gustafson, Gary Ungar og Alex Bulkley …
Guillermo del Toro, Mark Gustafson, Gary Ungar og Alex Bulkley með styttuna góðu eftir að Gosi vann sem besta teiknimyndinn. Íslendingurinn Gunnar Heiðar tók þátt í gerð myndarinnar. AFP/Frederic J. Brown

Kvikmyndagerðarmaðurinn Gunnar Heiðar starfaði við gerð teiknimyndarinnar Gosa sem var valin besta teiknimyndin í fullri lengd á Óskarsverðlaunahátíðinni sem fram fór í Bandaríkjunum í nótt. 

Gunnar Heiðar starfaði í kvikmyndtökuteyminu (e. lighting cameraperson). Hinn margverðlaunaði Guillermo del Toro er aðalmaðurinn á bak við myndina og leikstýrði myndinni ásamt Mark Gustafson. Del Toro skrifaði einnig handritið að myndinni ásamt Patrick McHale. Sagan er lauslega byggð á sögunni um Gosa. Myndin er á Netflix. 

Þetta voru ekki fyrstu Óskarsverðlaun del Toro en mexíkóski leikstjórinn vann verðlaunin einnig fyrir myndina The Shape of Water. Hann er fyrsti leikstjórinn til að hljóta verðlaun fyrir bestu kvikmynd og leikstjórn og bestu teiknimynd. 

Leikstjórinn Guillermo del Toro er farsæll leikstjóri.
Leikstjórinn Guillermo del Toro er farsæll leikstjóri. AFP/ Patrick T. Fallon
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fyrr eða síðar munu öll kurl koma til grafar og því engin ástæða til þess að vera að herða á hlutunum. Leggðu þitt af mörkum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fyrr eða síðar munu öll kurl koma til grafar og því engin ástæða til þess að vera að herða á hlutunum. Leggðu þitt af mörkum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg