Van Ness ekki allur þar sem hann er séður

Jonathan Van Ness hefur slæmt orð á sér.
Jonathan Van Ness hefur slæmt orð á sér. AFP

Sjónvarpsstjarnan Jonathan Van Ness, uppáhald margra aðdáenda Queer Eye, er sagður ráða lítt við skap sitt og bregðast mjög harkalega við minnsta mótlæti á tökusetti sjónvarpsþáttanna. Queer Eye hafa verið sýndir við miklar vinsældir frá árinu 2018. 

Samskiptamál, einelti og áreitni á bak við tjöldin hafa verið stórt vandamál í þó nokkurn tíma og er Van Ness sagður spila stærstan þátt í því. Cheyenne Roundtree, blaðamaður bandaríska tímaritsins Rolling Stone, afhjúpaði sannleikann í grein sem birtist í gærdag. 

Eitraður vinskapur og falskur heimur

Andað hefur köldu á milli Van Ness og fyrrverandi Queer Eye-stjörnunnar Bobby Berk, en sá sagði sig frá þáttunum í nóvember á síðasta ári. Fréttirnar komu aðdáendum þáttanna verulega á óvart. 

Van Ness, 36 ára, er víst ekki jafn viðkunnanlegur, jákvæður og góður eins og sá sem birt­ist áhorf­end­um á sjón­varps­skján­um. Rolling Stone hefur eftir ónafngreindum heimildarmanni að Van Ness eigi við margs konar hegðunarvandamál að stríða og sé sagður vera „skrímsli í mannsmynd“ og „algjör martröð.“ 

Annar heimildarmaður sagði lífið á tökusetti eins og eina stóra lygasögu. „Þeir eru ekki vinir, enginn þeirra. Þetta er falskt og allt samkvæmt bókinni.“

Nýlega var tilkynnt að Jeremiah Brent muni leysa Berk af hólmi í nýrri þáttaröð Queer Eye. Ásamt Van Ness munu Karamo Brown, Antoni Borowski og Íslandsvinurinn Tan France allir snúa aftur. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er gott að þekkja sín eigin takmörk og þá ekki síður að virða þau þegar á það reynir. Ef þú fæst ekki við það sem þú hefur áhuga á getur lífið svo sannarlega verið letjandi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er gott að þekkja sín eigin takmörk og þá ekki síður að virða þau þegar á það reynir. Ef þú fæst ekki við það sem þú hefur áhuga á getur lífið svo sannarlega verið letjandi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav