Afganistan viðurkennir Kosovo

Afganistan hefur viðurkennt sjálfstæði Kosovo og er þar með fyrsta ríkið sem það gerir. „Við styðjum vilja þjóðarinnar og viðurkennum sjálfstæði Kosovo," sagði Ahmad Baheen, talsmaður afganska utanríkisráðuneytisins.

Stjórn Kosovo-Albana lýsti í gær yfir stjálfstæði héraðsins frá Serbíu. Í dag sendu leiðtogar Kosovo bréf til 192 ríkja og óskuðu eftir formlegri viðurkenningu á sjálfstæði landsins. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneyti Íslands hefur slíkt bréf ekki borist íslenskum stjórnvöldum enn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert