Búist við Gústav á næsta sólarhring

Fellibylsaðvörun hefur verið gefin út á Mexíkóflóaströnd Bandaríkjanna frá vestasta hluta Louisiana til ríkjamarka Alabama og Flórída. Búist er við að fellibylurinn Gústav komi upp að ströndinni eftir um sólarhring. Klukkan níu í morgun að íslenskum tíma var hann tæpa 700 km frá mynni Mississippifljóts.

Dregið hefur úr styrk veðursins, og var það komið niður í 3. stigs fellibyl, en veðurfræðingar segja að reikna megi með að Gústav nái fjórða stigi síðar í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert