Baráttumaður fyrir réttindum samkynheigðra myrtur

David Kato.
David Kato.

Aðgerðarsinnar í Úganda segja að ráðist hafi verið á David Kato, sem barðist fyrir réttindum samkynhneigðra, og hann barinn til dauða. Lögreglan staðfestir að Kato sé látinn og rannsakar nú málið. Það vakti athygli þegar Kato fór í mál við dagblað í Úganda, sem sakaði hann um samkynhneigð.

Breska ríkisútvarpið greinir frá því að fréttablaðið Rolling Stone í Úganda hafi birt ljósmyndir af nokkrum einstaklingum í fyrra sem blaðið sagði að væru samkynhneigðir. Var fyrirsögn blaðsins skýr, eða „Hengið þá“. 

Samkynhneigð athæfi eru bönnum með lögum í Úganda og þeir sem gerast sekir um slíkt geta verið dæmdir í 14 ára fangelsi.

Nýverið reyndi þingmaður í landinu að herða refsinguna. Hann fór jafnvel fram á að dauðarefsingu yrði beitt við tilteknar aðstæður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert