Skjálftinn olli miklu tjóni

Jarðskjálftinn olli gríðarmiklu tjóni í Christchurch.
Jarðskjálftinn olli gríðarmiklu tjóni í Christchurch. Reuters

Tjón af völdum jarðskjálftans í Nýja Sjálandi er um 11 milljarðar bandaríkjadala (1.270 milljarðar kr.). Reiknað er með að landsframleiðsla dragist saman um 1,5 prósentustig á þessu ári, að sögn nýsjálenska fjármálaráðuneytisins.

Ráðuneytið kveðst gera ráð fyrir efnahagsvexti á næsta ári þegar uppbygging verður í fullum gangi í kjölfar jarðskjálftans. Hann varð 22. febrúar og var 6,3 stig. Skjálftinn olli miklu tjóni í Christchurch, stærstu borg suðureyjar Nýja Sjálands. Staðfest er að 166 hafi látist í jarðskjálftanum og er reiknað með að tala látinna fari yfir 200.

Áður hafði verið reiknað með því að landsframleiðsla Nýja Sjálands myndi vaxa um 3% á árinu 2011. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert