Verðlauna geimrannsóknir

Saul Perlmutter.
Saul Perlmutter.

Þrír bandarískir vísindamenn hljóta Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði í ár fyrir rannsóknir á geimnum.

Bandaríski vísindamaðurinn Saul Perlutter fær helming verðlaunafjárins en hinum helmingnum skipta Brian P. Schmidt og Adam G. Riess á milli sín.

Í tilkynningu sænsku akademíunnar segir, að verðlaunahafarnir hafi rannsakað nokkra tugi svokallaðra sprengistjarna og komist að þeirri niðurstöðu að alheimurinn sé að þenjast út með sívaxandi hraða.  Þessi niðurstaða hafi komið stjarnfræðingum í opna skjöldu og einnig vísindamönnunum þremur, sem gerðu rannsóknina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert