Dæmdir til dauða fyrir áfengisneyslu

Hörð viðurlög eru við áfengisneyslu í Íran.
Hörð viðurlög eru við áfengisneyslu í Íran. PHILIPPE LOPEZ

Tveir íranskir menn hafa verið dæmdir til dauða fyrir að drekka áfengi. Samkvæmt ströngum íslömskum sjaríalögum skal dæma menn til 80 svipuhögga í fyrstu tvö skiptin sem þeir eru fundnir sekir um áfengisneyslu, en til dauða séu þeir ákærðir í þriðja skiptið.

Hægt er að milda dóminn og dæma fólk til að sæta opinberri hýðingu iðrist það innilega. Lögin gilda ekki um kristna íbúa Írans.

Þrátt fyrir hörð viðurlög er áætlað að 60-80 milljón lítrum af áfengi sé smyglað til landsins árlega. Þar af takist lögreglunni aðeins að gera um fjórðung upptækan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert