Þarf að sanna uppruna sinn

Meriam Yahia Ibrahim Ishag, Daniel Wani og börn ásamt lögfræðingum …
Meriam Yahia Ibrahim Ishag, Daniel Wani og börn ásamt lögfræðingum og fleiri stuðningsmönnum fjölskyldunnar. AFP

Ættingjar Mer­iam Ya­hia Ibra­him Is­hag, súdönsku kon­unn­ar sem var dæmd til dauða fyr­ir trú­ar­skoðanir sín­ar en síðar lát­in laus, greina nú frá því að konan þurfi að mæta fyrir dómara til að færa sönnur fyrir því að hún sé í rauninni skyld þeim. Þetta sagði lögfræðingur konunnar í samtali við AFP-fréttaveituna.

Konan dvelur nú í bandaríska sendiráðinu í Súdan ásamt eiginmanni sínum og tveimur börnum. Eiginmaður hennar er frá Suður-Súdan en er með bandarískan ríkisborgararétt. Þau leituðu skjóls í sendiráðinu vegna morðhótana í garð Ishag.

Að sögn ættingja konunnar hafa þeir sömu sett fram efasemdir um skyldleika Ishag við ættingja sína og sökuðu hana um trúvillu.

Ishag hefur þar að auki verið ákærð fyrir fölsun og hafa veitt rangar upplýsingar varðandi ferðagögn sem hún reyndi að framvísa á flugvelli síðastliðinn föstudag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert