Sameinuðu þjóðirnar krefjast aðgangs

Allir 298 farþegar vélarinnar fórust þegar hún hrapaði.
Allir 298 farþegar vélarinnar fórust þegar hún hrapaði. BULENT KILIC

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt ályktun þar sem ráðið krefst aðgangs að svæðinu þar sem farþegaþotan brotlenti. Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu.

Fyrr í dag voru lík farþeganna flutt af svæðinu og til borgarinnar Kharkiv til réttarkrufningar.

Bandaríkjamenn telja að aðskilnaðarsinnar í Úkraínu hafi skotið niður MH17, flugvél malasíska flugfélagsins Malaysian Airlines, með flugskeyti sem rússneski herinn útvegaði, en allir 298 farþegar vélarinnar fórust.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert