„Kennið þeim lexíu“

Maria de Los Angeles Pineda var handtekin á þriðjudaginn.
Maria de Los Angeles Pineda var handtekin á þriðjudaginn. AFP

Hvarf 43 kennaranema í Mexíkó og handtaka bæjarstjórahjóna í kjölfarið hafa vakið heimsathygli. Ný sönnunargögn sem birtust í vikunni tengja bæjarstjórafrúnna í Iguala, Maria de los Angeles Pineda, við hvarfið og bendir til þess að hún hafi skipulagt það. The Independent greinir frá þessu.

Mariade los Angeles Pineda vildi taka við sem bæjarstjóri og var með öfluga kosningabaráttu í gangi. Þann 26. september hafði hún skipulagt fjöldafund með 3000 manns á torginu Plaza de las Tres Garantías. Á fundinn komu þó óboðnir gestir, 43 kennaranemendur sem voru komnir til að mótmæla og trufla fundinn. Eftir það kvöld hurfu nemendurnir og bæjarstjórahjónin. Hjónin voru handtekin í vikunni en ekkert hefur spurst til kennaranemanna.

Yfirvöld gruna nú konuna um að hafa skipulagt hvarfið frá upphafi til enda og hafa fjölmiðlar kallað hana „Bæjarstjórafrú dauðans“ eða „The First Lady of Murder“. Að sögn leiðtoga glæpagengja var Pineada ásamt öðrum við stjórnvölinn í glæpastarfssemi innan bæjarins sem er þekktur fyrir morð og glæpagengi. 

Pinada og maður hennar fundust í í vikunni felum í yfirgefnu húsi í bænum Iztapalapa sem er norðan við Iguala. Þau voru handtekin í kjölfarið. 

Samkvæmt frétt The Independent Bæjarstjórinn kynntist konu sinni er hann starfaði við að selja gull og skartgripi. Hún fór að selja gull með manni sínum og fljótlega urðu þau mjög auðug. Þar að leiðandi kynntust þau stjórnmálamönnum, eitt leiddi að öðru og Abarca varð bæjarstjóri. 

Nú hafa fjölmörg vitni sagt að Pineda hafi sagt „Kennið þeim lexíu“ eftir að kennaranemarnir mættu á fjöldafundinn. Lögreglan fjarlægði nemendurna frá svæðinu og hefur ekkert sést til þeirra síðan. Vitni segj­ast þó hafa séð þegar nemarnir voru rekn­ir inn í lög­reglu­bíla.

„Þetta er alhliða játning,“ skrifaði blaðamaðurinn Julio Hernandez Lopez í vikunni. „Þetta er augljós sönnun á hvernig þetta virkar. Peningaöfl, skipulögð glæpastarfssemi og stjórnmál, þetta er allt það sama.“

Bæjarstjórahjónin handtekin

Bæjarstjórahjónin Jose Luis Abarca og Maria de Los Angeles Pineda …
Bæjarstjórahjónin Jose Luis Abarca og Maria de Los Angeles Pineda í sumar. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert