Ánægð með tilskipun Obama

Innflytjendur í Bandaríkjunum hafa lýst hóflegri ánægju með aðgerðir Barack Obama forseta í málefnum þeirra. Hann tilkynnti í gær að fimm milljónum innflytjenda yrði boðið atvinnuleyfi. „Ég er mjög glöð því að þeir ætla ekki lengur að flytja fjölskylduna mína úr landi,“ segir ung stúlka frá Níkaragva.

Obama gaf út fyrirskipun um aðgerðir í innflytjendamálum í gær til þess að komast í kringum þrátefli sem ríkt hefur í þinginu og hefur komið í veg fyrir að hann kæmi stefnumálum sínum í framkvæmd.

Samkvæmt henni geta allir innflytjendur sem hafa ekki landvistarleyfi en hafa búið í landinu í meira en fimm ár og eiga barn sem er annað hvort með landvistarleyfi eða bandarískan ríkisborgararétt sótt um atvinnuleyfi til þriggja ára. Forsetinn hyggst einnig stækka kerfi sem hann sett af stað árið 2012 sem veitir ungum innflytjendum sem komu til landsins fyrir sextán ára aldur tímabundið landvistarleyfi. 

Býður fimm milljónum atvinnuleyfi

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert